Fiðrildið

Í dag var ég úti að leika mér. Svo fann ég fiðrildi og það var vængbrotið. Og svo hugsaði ég með mér að það gæti ekki lifað. Svo kom vinkona mín og hún spurði af hverju ég væri með fiðrildið. Þá sagði ég " ég fann það og ég er viss um að það getur ekki lifað". Svo setti ég það niður og fór að búa til hreiður handa því. Þegar ég var búin með hreiðrið, sá ég að það var dáið. Ég var pínu leið. Svo spurði ég vinkonu mína hvort hún vildi hjálpa til að jarða það. Hún sagði já og við fórum að jarða það og gerðum fallegt skraut á gröfina. Svo skrifuðum við "ÁST"

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Sæmundsson

Sæl Ylva mín.

Þetta er svolítið sorgleg saga og minnir mig á þegar ástargaukurinn minn hún Tvítví dó. Krakkarnir sem ég var að kenna þá í Hólabrekkuskóla vildu að ég smíðaði kistu fyrir fuglinn. Ég gerði það auðvitað og svo var haldið út skóginn í Bananabrekkunni svokallaðri með alla fánana og skjöldinn sem við gerðum þegar við vorum að læra um Jörund hundadagakonung og Tvítví jörðuð með viðhöfn. Sungið var yfir fuglinum og Victor Alexander spilaði undir á blokkflautu. Þú getur séð mynd frá líkfylgdinni ef þú smellir á þessa slóð Tvítví Um jólinn tók ég svo annan ástargauk sem heitir Glasha í fóstur og þú getur séð myndir af henni hér Glasha

Þér þykir greinilega vænt um dýr og og frásögnin sýnir að þú ert góð stelpa. Það er gaman að sjá hvað þú ert dugleg að skrifa.

Sjáumst. 

Kjartan Sæmundsson, 13.7.2007 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband